Greta Thunberg
Kynnstu umhverfisverndarsinnanum Gretu Thunberg.
Þegar Greta lærði um loftslagsvána, hætti hún að tala. Hún gat ekki skilið hvers vegna valdafólk var ekki að gera eitthvað til að bjarga Jörðinni okkar. Dag einn fór hún að mótmæla fyrir utan sænska þingið, og hóf baráttuna „skólaverkfall fyrir loftslagið“. Fleira ungt fólk tók þátt í mótmælunum með henni sem leiddi til hreyfingar sem snerti við öðrum, fullorðnu fólki sem og stjórnmálafólki. Hún hafði fundið sína rödd og notaði hana til að hvetja fólk til aðgerða með kraftmiklum skilaboðum: „Allir geta haft áhrif“. Þessi áhrifamikla bók inniheldur stílhreinar og einstakar myndskreytingar sem lýsa lífshlaupi hennar til dagsins í dag.
3.490 kr.
Á lager