Martin Luther King Jr.
Kynnstu lífi Martins Luthers King yngri, mannréttindafrumkvöðlinum sem veitti svo mörgum innblástur.
Martin litli ólst upp í prestafjölskyldu: pabbi hans var prestur, frændi hans var prestur og afi hans líka… kannski yrði hann líka prestur? Dag einn bauð vinur hans honum heim til sín að leika. Martin varð mjög hissa þegar mamma vinar hans vildi ekki leyfa honum að leika við son sinn af því að hann væri dökkur á hörund. Þennan dag áttaði hann sig á því að það væri eitthvað hræðilega óréttlátt að gerast. Martin trúði því að enginn ætti að sitja hljóður hjá og samþykkja með því óréttlætið. Hann lofaði sjálfum sér því að þegar hann yrði eldri myndi hann berjast fyrir réttlæti með áhrifamesta vopninu af þeim öllum – orðum.
Þessi áhrifamikla bók inniheldur stílhreinar og einstakar myndskreytingar sem lýsa lífshlaupi þessa einstaka manns.
3.490 kr.
Á lager